fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

KR-ingar vilja ekki tjá sig frekar um brottreksturinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 15:00

Mynd/KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR-ingar létu þjálfara kvennaliðs félagsins, þá Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson, fara í gær þrátt fyrir fínt gengi á leiktíðinni.

Gunnar og Ívar komu KR upp um deild í fyrra og situr liðið um miðja Lengjudeild sem nýliði. Ákvörðunin kemur mörgum því án efa á óvart.

433.is leitaðist eftir nánari skýringum frá forráðamönnum KR í dag en þar á bæ vildu menn ekki fara nánar út í brottreksturinn og vísa þeir í fyrri yfirlýsingu sína.

Jamie Brassington mun stýra KR út leiktíðina, en félagið mun tilkynna um varanlegan eftirmann Gunnars og Ívars á næstunni.

Tilkynning KR í gær
Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur tekið ákvörðun um að gera breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks kvenna.

Ákveðið hefur verið að ljúka samstarfi við þá Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson, þjálfara liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar þeim báðum fyrir samstarfið og þeirra framlag til uppbyggingar kvennaknattspyrnunnar í KR og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.

Stjórnin hefur þegar hafið vinnu við að finna nýjan þjálfara til að leiða næstu skref í uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar og mun tilkynna um ráðningu hans á næstunni. Jamie Brassington mun stýra liðinu út leiktíðina.

Stjórn knattspyrnudeildar KR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hafa miklar áhyggjur af Manchester United

Hafa miklar áhyggjur af Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið
433Sport
Í gær

United sagt hafa gert tilboð

United sagt hafa gert tilboð
433Sport
Í gær

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“
433Sport
Í gær

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti