Rodrygo, leikmaður Real Madrid, hefur engan áhuga á að ganga í raðir Tottenham þrátt fyrir áhuga enska félagsins.
Foot Mercato segir frá þessu, en það var fjallað um það í gær að Tottenham hefði áhuga á að fá brasilíska kantmanninn til sín.
Rodrygo er kominn í minna hlutverk hjá Real Madrid og er sterklega orðaður við brottför, til að mynda hefur hann verið orðaður við nokkur ensk stórlið.
Tottenham kemur þó ekki til greina hjá Rodrygo ef marka má þessar nýjustu fréttir. Þessi 24 ára gamli leikmaður er sagður opinn fyrir því að fara en vill fara í stærra lið en Tottenham.