Það er bjartsýni hjá Everton á að landa Jack Grealish í sumar.
Grealish er sennilega á förum frá City í sumar eftir fjögur ár hjá félaginu, en hann kom frá Aston Villa fyrir 100 milljónir punda árið 2021.
Kappinn hefur heilt yfir ekki staðið undir þeim verðmiða og er félagið nú opið fyrir því að losa hann.
Everton, Napoli og West Ham eru á meðal félaga sem Grealish hefur verið orðaður við, en ef marka má nýjustu fréttir er líklegt að hann endi á láni hjá fyrstnefnda félaginu.
Þar spilar meðal annars inn í að Grealish varð faðir nýlega. Vill hann ákveðinn stöðugleika í stað þess að flytja frá Manchester nú.