Systurfélag eigandahóps Everton hefur fest kaup á kvennaliði félagsins en þetta kemur fram í Times.
Everton gerir það sama og Chelsea og Aston Villa hafa gert undanfarið ár með því að selja kvennaliðið til annars eigandahóps sem er þó einnig í eigu þess sem á karlaliðið.
Roundhouse Capital Holdings er að festa kaup á kvennaliði Everton fyrir um 60 milljónir punda sem mun hjálpa rekstri karlafélagsins.
Everton er að forðast það að brjóta fjárhagsreglur PSR og voru Chelsea og Villa að gera slíkt hið sama.
Everton ætlar að styrkja hópinn sinn meira áður en enska úrvalsdeildin fer af stað um miðjan ágúst.