Axel Óskar Andrésson fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í leik Aftureldingar gegn Stjörnunni í gær. Það reyndist dýrt fyrir Mosfellinga sem misstu niður forskot sitt og töpuðu leiknum stórt.
Afturelding leiddi 0-1 þegar Axel fór í glæfralega tæklingu á gulu spjaldi og fékk þar með rautt. Átti atvikið sér stað undir lok fyrri hálfleiks og má sjá það hér að neðan, sem og annað markvert úr leiknum.
Stjarnan sneri taflinu algjörlega við í seinni hálfleik, skoraði fjögur mörk og vann langþráðan sigur.