Andri Fannar Baldursson er líklega á leið í tyrkneska boltann á næstunni.
Miðjumaðurinn er á mála hjá Bologna á Ítalíu en samkvæmt heimildum 433.is eru góðar líkur á að hann sé að fara að skrifa undir hjá Kasimpasa í Tyrklandi.
Kasimpasa hafnaði um miðja efstu deild í Tyrklandi á síðustu leiktíð og því um spennandi skref að ræða ef af verður.
Hinn 23 ára gamli Andri Fannar hefur verið á mála hjá Bologna síðan 2019, en undanfarin ár hefur hann leikið á láni hjá FC Kaupmannahöfn, NEC Nijmegen og síðast Elfsborg.
Andri Fannar á að baki tíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og kom sá fyrsti árið 2020.