Alisson Becker, markvörður Liverpool, hefur yfirgefið leikmannahóp félagsins á æfingaferð sinni í Japan af persónulegum ástæðum.
Þetta kemur fram í The Athletic í kjölfar þess að Alisson var hvergi sjáanlegur á opinni æfingu Liverpool í Tókýó í dag fyrir leikinn við Yokohama F Marinos á morgun.
Brasilíumaðurinn er sagður hafa fengið leyfi til að yfirgefa hópinn til að sinna persónulegum málum. Hann mun svo koma til móts við liðið við komuna aftur til Englands fyrir nýtt tímabil.
Það er búist við því að Giorgi Mamardashvili, nýr markvörður Liverpool, verði í markinu í leiknum á morgun.