fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
433Sport

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 29. júlí 2025 12:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rykið er farið að setjast eftir þátttöku Íslands á Evrópumótinu í Sviss, en mótinu lauk um helgina með sigri Englendinga þó nokkuð sé síðan Stelpurnar okkar luku leik, í riðlakeppninni og því miður án stiga.

Margir virðast á því að skipta þurfi um mann í brúnni og hefur starf landsliðsþjálfarans Þorsteins Halldórssonar mikið verið í umræðunni. Nú er hins vegar útlit fyrir að Þorsteinn verði áfram, í bili hið minnsta, en framundan eru mikilvægir leikir við Norður-Íra í umspili Þjóðadeildarinnar í október.

Það er ekki ástæða til neins annars en að flykkja sér á bak við Þorstein, sem hefur heilt yfir skilað fínu starfi sem landsliðsþjálfari. Það má sjá ef rýnt er í gögnin, sér í lagi gegn stóru þjóðunum, en ef horft er til síðustu landsliðsþjálfara hefur enginn stýrt fleiri leikjum gegn efstu liðum heimslistans en Þorsteinn.

Meðalstaða andstæðinga á heimslista (mótsleikir)
Þorsteinn Halldórsson: 26,6
Sigurður Ragnar Eyjólfsson: 33,87
Jón Þór Hauksson: 46,5
Freyr Alexandersson: 47,32

Ef horft er í meðalstig gegn hæst skrifuðu liðunum skorar Sigurður Ragnar Eyjólfsson hæst með 1,21 stig. Skammt á eftir kemur svo Þorsteinn með 1,07 stig. Þess má geta að báðir hafa unnið þrjá leiki gegn liðum sem eru hærra skrifuð en Ísland.

Stig að meðaltali gegn liðum í topp 30 á heimslista (mótsleikir)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson: 1,21 (19 leikir)
Þorsteinn Halldórsson: 1,07 (27 leikir)
Freyr Alexandersson: 0,64 (11 leikir)
Jón Þór Hauksson: 0,50 (2 leikir)
Meðaltal: 0,85

Ísland hefur farið fimm sinumm á lokamót EM, eða öll mót síðan 2009. Sigurður Ragnar Eyjólfsson fór á fyrstu tvö mótin og sótti 4 stig í því seinna, ekkert í fyrra. Komst liðið jafnframt upp úr riðlinum á seinna mótinu.

Freyr Alexandersson stýrði liðinu svo á EM 2017, þar sem niðurstaðan var 0 stig. Þorsteinn hefur stýrt síðustu tveimur mótum en komist áfram í hvorugt skiptið. Liðið gerði jafntefli í öllum leikjunum 2022 en það dugði ekki til. Þá tapaði liðið öllum leikjunum á EM í ár sem gefur Þorsteini að meðaltali 0,50 stig í lokakeppni EM.

Stig að meðaltali í leik í riðlakeppni EM
Sigurður Ragnar Eyjólfsson: 0,67 (6 leikir)
Þorsteinn Halldórsson: 0,50 (6 leikir)
Freyr Alexandersson: 0 stig (3 leikir)

Gríðarlegar væntingar voru gerðar til íslenska liðsins á EM. Við áttum góða undankeppni, höfum spennandi leikmenn innanborðs og þótti riðill okkar ansi viðráðanlegur. Vonbrigðin yfir genginu voru þeim mun meiri. Ef maður á að hafa glasið hálffullt má hins vegar horfa til þess að lykilmennirnir okkar voru ekki á sínum allra besta stað skömmu fyrir mót.

Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru oftast nefndar í samtalinu um okkar skærustu stjörnur. Sú fyrstnefnda er einn fremsti miðvörður heims en glímdi við meiðsli fyrir mót og veiktist svo illa og neyddist til að mynda til að fara af velli í fyrsta leik vegna þess. Hlutverk Karólínu og Sveindísar voru þá ekki ýkja stór hjá liðum þeirra í Þýskalandi eftir áramót og því kannski erfitt að segja að þær hafi komið á flugi inn í mótið.

Þá voru fleiri dæmi þess að öflugir leikmenn væru að koma inn í mótið í kjölfar meiðsla, eða þá hafandi verið í litlu hlutverki með sínu liði í aðdragandanum. Við áttum að gera betur, það er engin spurning. En liðið var langt frá því að vera á fullkomnum stað. Nú þarf að horfa fram veginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið

Axel Óskar sendur í sturtu í Garðabænum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa miklar áhyggjur af Manchester United

Hafa miklar áhyggjur af Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu

Mikil óvissa um framtíð Donnarumma – Fjöldi möguleika á borðinu
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið
433Sport
Í gær

United sagt hafa gert tilboð

United sagt hafa gert tilboð
433Sport
Í gær

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“

Góð sala fyrir Val – „Sáttir með það sem við fáum“
433Sport
Í gær

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti