Chelsea hefur lánað Mike Penders, efnilegan markvörð sinn, til franska félagsins Strasbourg út komandi leiktíð.
Penders er aðeins 19 ára gamall og kom til Chelsea í sumar frá Genk í heimalandinu, Belgíu. Ljóst er að unglingalandsliðsmarkvörðurinn er ekki klár í aðallið Chelsea enn sem þá og er hann því lánaður út til Frakklands.
Strasbourg, sem er systurfélag Chelsea, hafnaði í sjöunda sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni og vann sér inn þátttökurétt í Sambandsdeildinni fyrir komandi leiktíð.
Goalkeeper Mike Penders has joined Ligue 1 club RC Strasbourg on a season-long loan.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) July 28, 2025