KR er búið að reka þá Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson úr starfi þjálfara kvennaliðs félagsins.
Gunnar og Ívar komu KR upp um deild í fyrra og situr liðið um miðja Lengjudeild sem nýliði. Ákvörðunin kemur mörgum því án efa á óvart.
Jamie Brassington mun stýra KR út leiktíðina, en félagið mun tilkynna um varanlegan eftirmann Gunnars og Ívars á næstunni.
Tilkynning KR
Stjórn knattspyrnudeildar KR hefur tekið ákvörðun um að gera breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks kvenna.
Ákveðið hefur verið að ljúka samstarfi við þá Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson, þjálfara liðsins. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar þeim báðum fyrir samstarfið og þeirra framlag til uppbyggingar kvennaknattspyrnunnar í KR og óskar þeim velfarnaðar í komandi verkefnum.
Stjórnin hefur þegar hafið vinnu við að finna nýjan þjálfara til að leiða næstu skref í uppbyggingu kvennaknattspyrnunnar og mun tilkynna um ráðningu hans á næstunni. Jamie Brassington mun stýra liðinu út leiktíðina.
Stjórn knattspyrnudeildar KR