Afar skondið atvik kom upp í miðju viðtali reynsluboltans Ashley Young um skipti sín til enska B-deildarliðsins Ipswich.
Young hefur spilað fyrir fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni, eins og Aston Villa, Everton og Manchester United, en tekur nú slaginn með Ipswich, sem féll úr efstu deild í vor.
Þegar hann fór yfir sviðið mátti sjá liðsfélaga hans grínast í bakgrunni, en þeir vissu að öllum líkindum ekki að þeir væru í mynd.
Einn þeirra girti niður um sig og má sjá að annar slær á rassinn á honum. Sky Sports baðst afsökunar á atvikinu, en þetta má sjá hér að neðan.
Haha sky sports apologising because a Ipswich player pulled his shorts down and getting his arse spanked behind Ashley Young getting interviewed! 😂😂 pic.twitter.com/PW6tYG0f5H
— Ace (@spudboy1983) July 28, 2025