Tottenham hefur spurt Real Madrid um leyfi til að ræða við Rodrygo, leikmann liðsins. Spænska blaðið AS heldur þessu fram.
Brasilíski kantmaðurinn hefur verið orðaður frá Real Madrid í allt sumar, til að mynda við ensku stórliðin Arsenal, Chelsea og Liverpool.
Nú er hins vegar sagt að Tottenham vilji fá hann til að leiða nýtt verkefni undir stjórn Thomas Frank, sem tók við í sumar. Sér í lagi vegna þess að Heung-Min Son, skærasta stjarna liðsins, virðist vera á förum.
Talið er að Real Madrid vilji tæpar 80 milljónir punda fyrir Rodrygo. Sjálfur vill hann helst vera áfram á Santiago Bernabeu en er þó til í að skoða aðra möguleika.
Tottenham getur boðið honum upp á Meistaradeildarfótbolta á tímabilinu, en liðið vann Evrópudeildina í vor og tryggði þannig sæti sitt þar þrátt fyrir að hafa hafnað í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.