Vestri hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir komandi átök í Bestu deild karla en Ágúst Eðvald Hlynsson er orðinn leikmaður félagsins.
Ágúst kemur til félagsins frá AB í Danmörku en það lið leikur í þriðju efstu deild þar í landi.
Ágúst er 25 ára gamall og spilar framarlega á velli en hann á að fylla það skarð sem Daði Berg Jónsson skilur eftir sig.
Daði Berg var besti leikmaður Vestra framan af móti en var endurkallaður til Víkings á dögunum.
Ágúst spilaði hér heima síðast 2023 með Breiðabliki og skoraði fimm mörk í 21 deildarleik.