Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur staðfest af hverju Luis Diaz var ekki í leikmannahópi liðsins í dag gegn AC Milan.
Diaz og Darwin Nunez voru ekki með Liverpool í 4-2 tapi en þeir eru mikið orðaðir við brottför.
Slot staðfestir að Diaz hafi ekki verið með því hann sé mögulega á förum í sumar og þá til Bayern Munchen.
Það eru miklar sögusagnir í gangi um framtíð Diaz og ákvað Slot að það væri best að hann yrði ekki hluti af hópnum í dag.
Liverpool er að búast við því að selja leikmanninn í þessum glugga og myndi þá líklega fá inn Alexander Isak frá Newcastle.
Þá eru allar líkur á að Nunez kveðji en hvert hann fer er óljóst að svo stöddu.