Viktor Gyokores er orðinn leikmaður Arsenal en félagið hefur staðfest komu leikmannsins.
Um er að ræða sænskan sóknarmann sem hefur raðað inn mörkum í Portúgal undanfarin tvö tímabil.
Það gekk erfiðlega fyrir Arsenal að semja við Sporting um kaupverð en það hafðist að lokum og kostar Svíinn um 74 milljónir evra.
Gyokores mun klæðast treyju númer 14 hjá sínu nýja félagi en hann klæddist níunni hjá Sporting.
Hann mun hitta nýju liðsfélaga sína í Asíu en liðið er þar í æfingaferð þessa stundina.