Ruben Amorim, stjóri Manchester United, hefur gefið í skyn að félagið sé ekki í leit að alvöru níu fyrir næsta tímabil.
Margir stuðningsmenn vilja fá öflugan framherja inn í sumar en félagið hefur nú þegar keypt Matheus Cunha og Bryan Mbeumo.
Báðir þessir leikmenn geta leyst stöðu framherja að sögn Amorim en það er hins vegar ekki þeirra besta staða á vellinum.
Amorim nefnir tvo aðra sem eru til taks og virðist ekki vera að leitast eftir því að fá inn annan leikmann í hópinn.
,,Þeir geta báðir spilað frammi og við erum líka með Joshua Zirkzee og Rasmus Hojlund,“ sagði Amorim.
,,Við viljum styrkja þeirra samband inni á vellinum, ég veit ekki hvort þeir muni eigna sér stöðuna. Þeir þurfa að leggja sig fram, það eru aðrir leikmenn að gera það sama.“