Atalanta á Ítalíu hefur áhuga á vængmanninum Federico Chiesa sem spilar með Liverpool á Englandi.
Chiesa er fyrrum leikmaður Juventus en eftir eitt tímabil á Englandi þá er hann til sölu í sumar.
Samkvæmt ítölskum miðlum er Atalanta að bíða með tilboð í leikmanninn en það veltur á sölu Ademola Lookman.
Lookman er einn mikilvægasti leikmaður ítalska liðsins en miklar líkur eru á að hann verði seldur í sumar fyrir um 50 milljónir evra.
Þegar eða ef Lookman verður seldur þá mun Atalanta nota 15 milljónir af þeim peningum til að kaupa Chiesa endanlega frá Liverpool.