Dele Alli gæti verið á leið í nýtt félag en frá þessu greinir blaðamaðurinn Cesar Cidade Dias.
Dias segir að Alli sé með tilboð frá liði í Suðu Ameríku en það er Gremio og spilar í efstu deild í Brasilíu.
Alli er fyrrum lykilmaður hjá Tottenham en hann er samningsbundinn Como á Ítalíu en lék aðeins einn leik í vetur.
Alli var rekinn af velli eftir tíu mínútur í þessum eina leik sínum fyrir Como og er útlit fyrir að hann spili ekki meira fyrir félagið.
Alli er enn aðeins 29 ára gamall en launakröfur hans gætu á endanum reynst of háar fyrir brasilíska félagið.