fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. júlí 2025 19:31

Xabi Alonso hefur gert magnaða hluti með Bayer Leverkusen í vetur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonas Hofmann hefur skotið föstum skotum á Xabi Alonso en þeir unnu saman hjá Bayer Leverkusen.

Hofmann er enn leikmaður Leverkusen í dag en Alonso sem náði frábærum árangri sem stjóri Leverkusen er kominn til Real Madrid.

Hofmann spilaði lítið hlutverk seinni hluta tímabilsins í vetur en hann segist ekki hafa fengið nein ráð eða tiltal frá Alonso eftir að hafa verið tekinn úr liðinu.

Þessi 33 ára gamli miðjumaður hefði sterklega íhugað það að fara í sumar ef Alonso væri enn við stjórnvölin.

,,Ég býst við því að þjálfarinn taki á málinu strax þegar hann tekur eftir einhverju. Ég býst við hreinskilnu samtali,“ sagði Hofmann.

,,Þú getur ekki beðið í meira en tvær vikur til að takast á við eitthvað vandamál, sem þjálfari þá viltu að leikmenn séu upp á sitt besta til að ná sem bestum árangri á æfingum.“

,,Það er alltaf nauðsynlegt að vera með samkeppni, það er ljóst en ég hefði búist við meiru frá þjálfaranum.“

,,Í dag líður mér þægilega en undir Xabi Alonso, ég hefði líklega verið að horfa í kringum mig. Síðasta tímabil var mjög svekkjandi fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt