Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid, hefur sett alvöru pressu á stjóra félagsins, Diego Simeone.
Simeone hefur þjálfað Atletico í mörg ár en félagið vann síðast titil árið 2021 og eru því fjögur ár síðan.
Cerezo er metnaðarfullur fyrir komandi tímabil en hann setur pressu á Simeone að vinna þrennuna eða alla þá titla sem eru í boði fyrir félagið.
Atletico hefur styrkt sig í sumar og hefur fengið inn sex nýja leikmenn.
,,Markmiðið er að vinna allt saman, við erum ekki að stefna á að enda í þriðja sæti,“ sagði Cerezo.
,,Við setjum það markmið að mæta til leiks og vinna allar þrjár keppnirnar, við viljum vinna allt sem er í boði.“