Sky Sports hefur greint frá því hvenær Viktor Gyokores gengur í raðir Arsenal en hann er á leið til félagsins.
Gyokores hefur reynt að komast til Arsenal í allt sumar en hann er samningsbundinn Sporting í Portúgal.
Gyokores mun ferðast til Englands í dag og mun í kjölfarið skrifa undir samning – hann kostar Arsenal um 55 milljónir punda.
Samkvæmt Sky þá verður Gyokores með Arsenal á undirbúningstímabilinu en liðið er að spila leiki í Asíu eins og er.
Það eru margir spenntir fyrir komu sænska landsliðsmannsins sem raðaði inn mörkum fyrir Sporting í tvö ár.