fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Victor Pálsson
Föstudaginn 25. júlí 2025 08:00

Alan Shearer, fyrrverandi leikmaður Newcastle United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alan Shearer, goðsögn Newcastle, er alls ekki ánægður með sitt fyrrum félag eftir tilkynningu sem var gefin út í gær.

Newcastle greindi þar frá því að Alexander Isak væri ekki með félaginu í æfingaferð þar sem hann væri meiddur í læri.

Flestir eru sammála um að það séu lygar en Isak er að reyna að komast burt frá félaginu miðað við nýjustu fregnir.

Shearer segir að allir sjái í gegnum þessa lygasögu Newcastle og segir tilkynnngu félagsins fáránlega.

,,Það er fáránlegt hvað Newcastle gaf út í morgun, að hann hafi ekki verið með vegna meiðsla í læri,“ sagði Shearer.

,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta og það er svo svekkjandi. Þeir eiga bara að segja sannleikann og það strax. Ég veit að staðan er erfið fyrir þá en hún er eins og hún er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu varnarmanns

Arsenal staðfestir komu varnarmanns
433Sport
Í gær

Manchester United fékk skýr svör – Ekki til sölu í sumar

Manchester United fékk skýr svör – Ekki til sölu í sumar