Alan Shearer, goðsögn Newcastle, er alls ekki ánægður með sitt fyrrum félag eftir tilkynningu sem var gefin út í gær.
Newcastle greindi þar frá því að Alexander Isak væri ekki með félaginu í æfingaferð þar sem hann væri meiddur í læri.
Flestir eru sammála um að það séu lygar en Isak er að reyna að komast burt frá félaginu miðað við nýjustu fregnir.
Shearer segir að allir sjái í gegnum þessa lygasögu Newcastle og segir tilkynnngu félagsins fáránlega.
,,Það er fáránlegt hvað Newcastle gaf út í morgun, að hann hafi ekki verið með vegna meiðsla í læri,“ sagði Shearer.
,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta og það er svo svekkjandi. Þeir eiga bara að segja sannleikann og það strax. Ég veit að staðan er erfið fyrir þá en hún er eins og hún er.“