Stuðningsmenn Chelsea hafa áhyggjur af sínum manni, Cole Palmer, í dag sem er staddur í sumarfríi.
Palmer er að ganga í gegnum erfiða tíma í dag en hann er hættur með fyrrum kærustu sinni, Connie Grace.
Palmer er þekktur fyrir það að vera mjög rólegur náungi en hann er nú staddur á Ibiza og heimsótti þar mjög frægan skemmtistað.
Skemmtistaðurinn er í eigu Wayne Lineker sem er bróðir Gary Lineker en sá síðarnefndi er fyrrum enskur landsliðsmaður.
Palmer er mikilvægasti leikmaður Chelsea en margir óttast það að hann muni fara fram úr sér í sumarfríinu og sé mögulega í ástarsorg.
Af hverju parið hætti saman er óvitað en sumir tala um að Palmer hafi hafnað bónorði Grace sem hún hefur þó þvertekið fyrir.
Það styttist í að Palmer þurfi að snúa aftur til æfinga en enska úrvalsdeildin hefst þann 15. ágúst og spilar Chelsea leiki á undirbúningtímabilinu fyrir það.