Kona að nafni Sarina Wiegman varð á dögunum fyrsti þjálfari sögunnar til að komast í fimm úrslitaleiki í röð.
Wiegman er landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands en liðið er komið alla leið í úrslit á EM í Sviss.
Þetta er í fimmta sinn í röð sem Wiegman kemst í úrslitaleik á stórmóti en hún gerði það tvívegis með Hollandi og nú þrisvar með Englandi.
England vann EM 2022 undir hennar stjórn en tapaði svo ári seinna gegn Spánverjum í úrslitaleik HM.
England fær tækifæri til að hefna fyrir það tap í úrslitum þetta árið en liðið mun einmitt spila við Spánverja í úrslitaleiknum.
Enginn þjálfari í sögunni hvort sem það sé karla eða kvenna megin hefur komist í fimm úrslitaleiki á stórmóti í röð.
Ef Wiegman og hennar konum tekst að vinna Spán í úrslitum verður það í þriðja sinn sem hún fagnar sigri sem þjálfari á EM.