Joao Felix virðist vera á leið aftur til heimalandsins eftir nokkuð misheppnaða dvöl hjá þónokkrum félögum.
Felix var um tíma talinn efnilegasti leikmaður heims og var keyptur til Atletico Madrid árið 2019 fyrir um 120 milljónir evra.
Hann stóðst ekki væntingar þar og var keyptur til Chelsea í ágúst í fyrra en náði ekki að sýna sitt rétta ljós.
Sex árum eftir að hafa verið seldur frá Benfica er útlit fyrir að leikmaðurinn sé að snúa aftur heim fyrir um 25 milljónir evra.
Chelsea vill fá hærri upphæð eftir að hafa borgað um 40 milljónir evra í fyrra en mun samþykkja að selja ef ekkert annað félag blandar sér í baráttuna.