Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, segir að það hafi verið skrítið að sjá Noni Madueke yfirgefa æfingabúðir félagsins í sumar.
Madueke yfirgaf Chelsea á meðan liðið spilaði á HM félagsliða en hann tók þátt í fyrstu leikjum liðsins.
Madueke var ákveðinn í að semja við Arsenal í sumarglugganum og tókst það að lokum en hann var staðfestur sem leikmaður liðsins á dögunum.
Englendingurinn hefði getað fagnað sigri með Chelsea á HM en hann kaus frekar að snúa heim og klára skiptin til grannana í London.
,,Já þetta var nokkuð skrítið. Hann missti af góðu tækifæri þó að hann hafi ekki verið í byrjunarliðinu,“ sagði Cucurella.
,,Það hefði ekki kostað hann neitt að bíða í einn dag og að lokum þá missti hann af ansi góðu tækifæri.“