Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að það hafi verið draumur Marcus Rashford að spila með Manchester United allan sinn feril.
Rashford er í dag leikmaður Barcelona en hann kom til félagsins á lánssamningi frá uppeldisfélaginu, United, á dögunum.
Rashford virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Old Trafford en hann var einnig lánaður til Aston Villa síðasta vetur.
,,Við erum mjög ánægð því við erum að fá inn gæðamikinn leikmann sem er á frábærum aldri fyrir Barcelona,“ sagði Laporta.
,,Ég hef séð hversu spenntur hann er fyrir þessu skrefi. Draumur hans var að spila fyrir Manchester United allan sinn feril.“
,,Hann samdi við félagið sjö ára gamall og vildi klára ferilinn með félaginu. Það er ánægjulegt að heyra leikmenn viðurkenna það hreinskilnislega.“