Chelsea er líklega að fá til sín varnarmann fyrir næsta vetur en sá strákur heitir Jorrel Hato og spilar með Ajax.
Um er að ræða 19 ára gamlan strák sem er í hollenska landsliðinu en hann getur leikið í vinstri bakverði og í miðverði.
Hato er mjög efnilegur leikmaður en Fabrizio Romano greinir frá því að hann sé búinn að samþykkja að ganga í raðir Chelsea.
Chelsea hefur styrkt sig fram á við í sumar en hefur enn ekki keypt inn varnarmann – eitthvað sem stuðningsmenn vilja sjá.
Umboðsmaður Hato hefur einnig staðfest viðræður við Chelsea en nú þarf enska félagið að semja um kaupverð við Ajax.
Hato var ekki valinn í leikmannahóp Ajax í gær í æfingaleik en hann hefur tjáð félaginu að hann vilji komast til Chelsea.