Valur er í fínum málum í forkeppni Sambandsdeildarinnar eftir leik við Kauno Zalgiris frá Litháen í kvöld.
Fyrri leikur liðanna fór fram í Litháen en honum lauk með 1-1 jafntefli eftir jöfnunarmark undir lok leiksins.
Zalgiris komst yfir á 58. mínútu í leiknum en Romuldas Jansonas skoraði það mark fyrir heimamenn.
Það stefndi í að Valur myndi tapa viðureigninni en Tryggvi Hrafn Haraldsson jafnaði metin er 88 mínútur voru komnar á klukkuna.
Þetta eru alls ekki slæm úrslit fyrir Val sem er mun sigurstranglegra fyrir seinni leikinn á Hlíðarenda.