Manchester United er búið að lækka verðmiða vængmannsins Alejandro Garnacho og vill losna við hann í sumar.
Þetta kemur fram í frétt Telegraph en Garnacho var um tíma verðmetinn á 70 milljónir punda.
Sá verðmiði hefur heldur betur lækkað í þessum sumarglugga og er hann nú fáanlegur fyrir 40 milljónir punda.
Garnacho er 21 árs gamall en hann er ekki vinsæll hjá stjóra United, Ruben Amorim, sem er undir mikilli pressu fyrir næsta vetur.
Chelsea, Aston Villa og Tottenham hafa öll verið orðuð við Garnacho sem og Napoli á Ítalíu.