Hakan Calhanoglu hefur loksins tjáð sig um eigin stöðu en hann hefur verið mikið í umræðunni í sumarglugganum.
Calhanoglu er sagður hafa viljað yfirgefa Inter fyrr í sumar en fyrirliði liðsins, Lautaro Martinez, gaf mikið í skyn er hann talaði um leikmann sem hefði ekki áhuga á að spila fyrir félagið eða leggja sig fram.
Martinez nafngreindi ekki leikmanninn hjá félaginu en forseti félagsins, Giuseppe Marotta, staðfesti að sá leikmaður væri Calhanoglu.
Calhanoglu er byrjaður að æfa með Inter á ný en hann segist sjálfur ekki vera að leitast eftir því að fara.
,,Það eru sögusagnir á hverju einasta ári og það er aðeins meira talað þetta sumarið en ég hef ekki sagt neitt því ég vildi að stuðningsmenn myndu sjá það að ég væri hér frekar en annars staðar,“ sagði Calhanoglu.
,,Það er ekki alltaf rétt að gefa eitthvað út opinberlega. Auðvitað er ég ánægður með að vera kominn aftur, ég er leikmaður Inter og vil halda því áfram.“
,,Ég hef rætt við Lautaro, við erum atvinnumenn og vandamálin eru engin. Þegar hann snýr aftur þá ætla ég bara að faðma hann.“