Erik ten Hag er sagður vilja fá Raheem Sterling til Bayer Leverkusen í sumar en þetta segir Athletic.
Sterling er samningsbundinn Chelsea en ljóst er að hann mun ekki leika með félaginu í vetur.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, vill ekki nota Sterling sem var lánaður til Arsenal í vetur og gerði lítið sem ekkert.
Athletic og TalkSport fjalla um að tvö félög séu að sýna Sterling áhuga en Juventus á Ítalíu er hitt liðið.
Sterling er þrítugur og hefur átt góðan feril en hann hefur verið í töluverðri lægð eftir komu til Chelsea frá Manchester City.