Gary Pallister, fyrrum leikmaður og goðsögn Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi gert mistök árið 2021.
Pallister er á því máli að Ronaldo hafi aldrei átt að semja við United á þeim tíma og þá sérstaklega ef Manchester City hafði áhuga.
City er talið hafa reynt að fá Ronaldo sem varð til þess að hann skrifaði undir hjá sínu fyrrum félagi sem hann yfirgaf 2009 fyrir Real Madrid.
United hefur verið í töluverðri lægð undanfarin ár og náði Ronaldo ekki að snúa gengi liðsins við þrátt fyrir að hafa skorað 27 mörk í 54 leikjum.
,,Ég var á því máli að það væri aldrei góð hugmynd fyrir hann að koma aftur. Horfandi héðan frá þá hefði það verið mun betri kostur fyrir hann að semja við Manchester City ef áhuginn var til staðar,“ sagði Pallister.
,,Hann hefði skorað mörg mörk fyrir City og kaus rangan tíma til að snúa aftur til United.“