Marcus Rashford hefur staðfest það að hann hafi reynt að komast til Barcelona í janúarglugganum á þessu ári.
Rashford var þá lánaður til Aston Villa frá Manchester United en gekk að lokum til liðs við spænska liðsins í gær.
Það hefur verið draumur leikmannsins lengi að spila fyrir Börsunga en hann gerir lánssamning við félagið út tímabilið.
,,Þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég var skýr varðandi það sem ég vildi alveg frá byrjun og það byrjaði í janúar en gekk ekki upp svo ég fór til Aston Villa,“ sagði Rashford.
,,Ég naut þess að spila fyrir Villa og er þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk. Sumarið kom fljótlega og þá þurfti ég að taka aðra ákvörðun.“