Newcastle er að undirbúa annað tilboð í sóknarmanninn Yoane Wissa sem spilar með Brentford.
Frá þessu greina nokkrir enskir miðlar en tilboði Newcastle upp á 25 milljónir punda var hafnað fyrr í sumar.
Brentford reynir allt til að halda framherjanum eftir að hafa misst bæði Christian Norgaard og Bryan Mbeumo sem spiluðu stórt hlutverk.
Talið er að Brentford vilji fá allt að 50 milljónir punda fyrir Wissa en ólíklegt er að Newcastle borgi þá upphæð.
Það verður að koma í ljós hvort samkomulag muni nást en Newcastle gæti borgað allt að 35 milljónir punda.