Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur tjáð sig um félagaskipti Viktor Gyokores sem er á leið til Arsenal.
Gyokores er bundinn Sporting í Portúgal þar sem hann hefur raðað inn mörkum en er nú á leið til Englands í annað sinn eftir að hafa leikið með Coventry.
Mourinho ræddi stuttlega um þessi skipti Gyokores og skaut einnig á blaðamenn og umboðsmenn sem greina frá lygasögum að hans sögn.
,,Hann er frábær leikmaður og ég efast ekki um það en Sporting spilaði sinn leik í kringum hann, hann var búinn að aðlagast því,“ sagði Mourinho.
,,Í ensku úrvalsdeildinni mun hann spila gegn mun sterkari liðum og leikmönnum. Því miður, af þessum 3400 lygum sem hafa verið sagðar í sumar þá er ein af þeim að hann sé að koma til Fenerbahce.“
,,Það er logið svo mikið og það eru svo margir sem eru að vinna fyrir umboðsmennina. Þetta er stríð fyrir félögin, ekki mitt stríð.“