Aston Villa er ákveðið í því að selja ekki sóknarmanninn Ollie Watkins í sumar eftir áhuga frá Manchester United.
Þetta kemur fram í Telegraph en í frétt miðilsins er tekið fram að United hafi spurst fyrir um leikmanninn og jafnvel lagt fram tilboð.
United vill fá inn framherja fyrir næsta tímabil en miðað við þessar fréttir verður það ekki hinn 29 ára gamli Watkins.
Villa var ekki lengi að neita fyrirspurn eða tilboði United og ætlar að nota lykilmanninn í Evrópubaráttu í vetur.
Villa hefur áður neitað tilboði frá Arsenal í Watkins en það var í janúar á þessu ári.