Alexander Isak hefur tjáð Newcastle að hann vilji yfirgefa félagið í sumar en frá þessu greinir Fabrizio Romano.
Isak hefur verið í umræðunni í allt sumar en hann var sterklega orðaður við Liverpool sem gæti enn haft áhuga á Svíanum.
Newcastle vill alls ekki missa sinn mikilvægasta leikmann en hann vill sjálfur komast á annan stað samkvæmt Romano.
Romano bætir við að Chelsea hafi ekki áhuga á sóknarmanninum og sé aðeins að einbeita sér að Xavi Simons og Jorrel Hato.
Líkur eru á að Isak færi sig um set innan Englands en mestar líkur eru á að Liverpool verði fyrir valinu.