Hólmbert Aron Friðjónsson er að taka athyglisvert skref á sínum ferli en hann er á leið til Gwangju FC í Suður Kóreu.
Þetta herma heimildir 433.is en Hólmbert er 32 ára gamall sóknarmaður sem býr yfir töluverðri reynslu.
Hann hefur undanfarin ár verið samningsbundinn í Þýskalandi hjá bæði Holstein Kiel og svo Preussen Munster.
Hólmbert er kannski þekktastur fyrir tíma sinn hjá Aalesund í Noregi þar sem hann var duglegur að skora frá 2018 til 2020.
Hólmbert er nú að krota undir hjá Gwangju sem er í efstu deild í Suður Kóreu.
Félagið var stofnað fyrir 15 árum síðan og hafnaði í níunda sæti deildarinnar í fyrra – á þessu tímabili er liðið í sjötta sæti eftir 23 leiki.