Rasmus Hojlund er kominn neðarlega á óskalista Juventus sem er að skoða möguleika sína fyrir næsta vetur.
Juventus vill fá inn framherja fyrir næsta tímabil en samkvæmt ítölskum miðlum er Randal Kolo Muani efstur á lista liðsins.
Kolo Muani spilaði með Juventus á láni í vetur og er að skoða það að fá hann endanlega frá Paris Saint-Germain.
Juventus er nú þegar búið að fá inn Jonathan David frá Lille á frjálsri sölu en vill fá annan mann með honum í fremstu víglínu.
Hojlund sem spilar með Manchester United er því ekki fyrsti kostur ítalska stórliðsins og er talið ólíklegt að hann semji við félagið í sumar.