Leikarinn Rob McElhenney er búinn að breyta um nafn en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum It’s Always Sunny in Philadelphia.
McElhenney er einnig þekktur í knattspyrnuheiminum en hann er annar eiganda Wrexham sem er komið í næst efstu deild Englands.
McElhenney hefur nú breytt nafni sínu í Rob Mac þar sem fólk á mjög erfitt með að bera fram eftirnafn hans.
Hann ákvað að það væri best að stytta nafnið í einfaldlega Rob Mac en hans hörðustu aðdáendur munu líklega halda áfram að kalla hann sama eftirnafni.
Mac eins og hann heitir í dag segir að það sé mjög erfitt fyrir fólk utan Bandaríkjanna og Englands að bera fram eftirnafnið og vill meina að þessi breyting geri öllum gott.
Hinn eigandi Wrexham er enginn annar en Ryan Reynolds en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í ofurhetjumyndunum um Deadpool.