Kostas Tsimikas, leikmaður Liverpool, hefur fengið sér húðflúr til heiðurs fyrrum liðsfélaga síns, Diogo Jota.
Jota lést í hræðilegu bílslysi fyrr í sumar en hann og Tsimikas náðu vel saman og voru góðir vinir.
,,Óska þess að þú værir hérna,“ stendur á handabaki Tsimikas sem var nú þegar með fjölmörg húðflúr á líkamanum.
Jota klæddist treyjunúmerinu 20 hjá Liverpool sem sést einnig á handabakinu en það númer hefur verið lagt niður hjá Liverpool eftir andlát leikmannsins.
Jota var stórkostlegur knattspyrnumaður og spilaði stórt hlutverk hjá Liverpool en hann lést ásamt bróður sínum í bílslysi á Spáni.
Tsimikas og Jota höfðu spilað saman í nokkur ár en Grikkinn var fenginn til enska félagsins frá Olympiakos í Grikklandi 2020.