Maður að nafni Jay Emmanuel Thomas er búinn að finna sér nýja vinnu aðeins nokkrum vikum eftir að hafa losnað úr fangelsi.
Thomas var fyrir stuttu síðan dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sína þátttöku í að smygla inn miklu magni af kannabis til Englands.
Hann sat inni í um tíu mánuði en er nú kominn í skilorðsbundið fangelsi og hefur skrifað undir samning við knattspyrnufélag.
Thomas er fyrrum undrabarn Arsenal en hann hefur skrifað undir samning við AFC Totton sem er í sjöttu efstu deild Englands.
Leikmaðurinn er 34 ára gamall en hann spilaði með Arsenal frá 1998 til 2011 og samdi síðar við félög eins og Ipswich, Bristol City, QPR og Aberdeen.
Thomas ákvað í maí að játa á sig sökina en hann hafði upphaflega harðneitað allri sök í að smygla eiturlyfjunum til landsins.