Alisha Lehmann á aðdáendur um allan heim en hún er ein vinsælasta knattspyrnukona heims í dag.
Lehmann er landsliðskona Sviss og var í landsliðshópnum er liðið lék á EM kvenna einmitt í Sviss í sumar.
Sviss spilaði á meðal annars gegn Íslandi í riðlakeppninni og vann en datt úr leik í átta liða úrslitum gegn Spánverjum.
Lehmann er á mála hjá Juventus á Ítalíu en hún ákvað að halda til Ibiza eftir að Sviss lauk keppni í sumar.
Lehmann birti sjálf mynd af sér í fríinu á Ibizia en hún var þar ásamt vinkonu sinni í sólinni.
17 milljónir manns fylgja Lehmann á Instagram en hún er fyrrum leikmaður Aston Villa í efstu deild Englands.
Lehmann er að hlaða batteríin fyrir næsta tímabil en hún vann deildina með Juventus á þessu ári.