Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, hefur komið landa sínum Nico Williams til varnar en hann hefur verið mikið í umræðunni í sumar.
Williams var nálægt því að yfirgefa Athletic Bilbao fyrir Barcelona en ákvað að lokum að framlengja samning sinn við Athletic.
Um er að ræða gríðarlega öflugan vængmann sem spilar með spænska landsliðinu og er þar ásamt Cucurella.
Cucurella segir að peningarnir hafi ekki verið númer eitt fyrir Williams heldur ótti um það að Barcelona sem er í fjárhagsvandræðum gæti ekki skráð hann til leiks fyrir komandi mót.
,,Ég er ekki sammála að þetta hafi snúist um peninga. Ég held að hann hafi verið hræddur um að Barcelona gæti ekki skráð hann til leiks,“ sagði Cucurella.
,,Ef það er ekki í boði fyrir liðið að skrá þig, hvað geturðu gert?“