Raheem Sterling mun yfirgefa Chelsea í sumar en frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Sterling er ekki með númer hjá Chelsea í dag og vill Enzo Maresca, stjóri liðsins, ekkert með hann hafa.
Chelsea hefur boðið Napoli að fá enska landsliðsmanninn en hann var á láni hjá Arsenal síðasta vetur.
Napoli er samkvæmt Romano að skoða nokkra kosti á vinstri vængnum en Chelsea vill losna endanlega við leikmanninn.
Sterling er þrítugur og gæti reynst of dýr kostur fyrir ítalska félagið en það kemur í ljós fyrir gluggalok.