Það er ekki víst að Xavi Simons endi hjá Chelsea í sumar en frá þessu greinir miðillinn PA.
PA segir að Chelsea sé ekki eina félagið sem er á eftir Simons sem er á mála hjá RB Leipzig í Þýskalandi.
Simons er í viðræðum við Chelsea en samkvæmt þessum fregnum er Bayern Munchen einnig áhugasamt.
Simons er mjög öflugur miðjumaður en hann myndi kosta Chelsea eða Bayern allt að 70 milljónir evra.
Chelsea er að skoða það að skipta á leikmönnum en Carney Chukwumueka myndi fara hina leiðina til Þýskalands.
Það gæti verið undir Simons komið hvert hann fer í sumar en hann þarf að taka stóra ákvörðun fyrir gluggalok.