Það er útlit fyrir það að Jurrien Timber muni missa af byrjun tímabilsins á Englandi miðað við nýjustu ummæli Mikel Arteta.
Arteta er stjóri Arsenal og er Timber leikmaður liðsins en hann gekkst undir aðgerð í lok síðasta tímabils.
Timber var ekki með Arsenal í gær í 1-0 sigri á AC Milan en enska úrvalsdeildin hefst þann 15. ágúst næstkomand.
Hollendingurinn verður líklega í engu leikformi þegar deildin fer af stað og er ólíklegt að hann spili fyrstu leiki liðsins.
,,Jurrien er enn ekki til taks, hann er ekki byrjaður að æfa með okkur á fullu,“ sagði Arteta við blaðamenn.