Arsenal hefur staðfest komu varnarmannsins Cristhian Mosquera sem gengur í raðir félagsins frá Valencia.
Skiptin hafa legið í loftinu í dágóðan tíma en Mosquera er miðvörður og er 21 árs gamall.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið 90 leiki fyrir Valencia en hann hefur verið byrjunarliðsmaður síðustu tvö tímabil.
Mosquera verður væntanlega varamaður á næsta tímabili en þeir Gabriel og William Saliba leysa hafsentastöður liðsins.
Hann er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumarglugganum.