Það er annar Kluivert á leið í topp fimm deild í Evrópu en þetta kemur fram í frétt L’Equipe í Frakklandi.
Patrick Kluivert er nafn sem margir kannast við en hann gerði garðinn frægan sem leikmaður Barcelona.
Justin Kluivert, sonur Patrick, spilar í ensku úrvalsdeildinni en hann er á mála hjá Bournemouth og var áður hjá Roma.
Nú er leikmaður að nafni Ruben Kluivert á leið til Frakklands en hann skrifar undir samning við Lyon.
Ruben er 24 ára gamall varnarmaður en hann heufr undanfarið ár spilað með liði Casa Pia í Portúgal.
Lyon borgar ekki háa upphæð fyrir leikmanninn en hún er talin vera þrjár milljónir evra.